152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

ákvörðun nr. 22/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

434. mál
[19:55]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir hönd utanríkismálanefndar fyrir nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og fella inn í samninginn eftirfarandi þrjár gerðir á sviði fjármálaþjónustu:

1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði.

2. Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2018/990 um breytingu á og viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2017/1131 að því er varðar einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun og eignatryggð skammtímabréf, kröfur um eignir sem mótteknar eru sem hluti af endurhverfri verðbréfasölu og aðferðafræði við lánshæfismat.

3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2018/708 frá 17. apríl 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát sem rekstraraðilum peningamarkaðssjóða ber að nota við skýrslugjöf til lögbærra yfirvalda eins og mælt er fyrir um í 37. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins 2017/1131.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið til sín gesti eins og kemur fram í nefndaráliti sem liggur frammi.

Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 7. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

Að framansögðu virtu leggur utanríkismálanefnd til að þingsályktunartillagan verði samþykkt.