153. löggjafarþing — 80. fundur,  14. mars 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 360, um framfærsluviðmið, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þskj. 630, um fjölgun starfsfólks og embættismanna, og 982, um viðbrögð við vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra, og sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn ráðuneyta, báðar frá Helgu Völu Helgadóttur, á þskj. 484, um skerðingu réttinda almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, frá Guðmundi Inga Kristinssyni, á þskj. 593, um breytingu á fjárhæðum örorkulífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, á þskj. 609, um fylgdarlaus börn, frá Evu Sjöfn Helgadóttur, á þskj. 1134, um framlag ríkisins vegna NPA-samninga frá Halldóru Mogensen, á þskj. 1052 um lögbundið eftirlit og eftirfylgni með réttindum fatlaðra barna, frá Oddnýju G. Harðardóttur, og að lokum á þskj. 1151, um ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku, frá Ásmundi Friðrikssyni.