144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

afgreiðsla atvinnuveganefndar á rammaáætlun.

[13:54]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Aðeins til frekari áréttingar vegna orða hæstv. forseta áðan um hinn ríka rétt þingmanna til að gera breytingartillögur, ég er sammála hæstv. forseta um það en sá réttur er ekki ótakmarkaður, þingmenn mega ekki koma með breytingartillögu við þingsályktunartillögu um málefni sem með öðrum hætti er ráðstafað í lögum. Í 3. mgr. 3. gr. laga um rammaáætlun segir að einungis sé hægt að setja kosti til nýtingar sem hefur verið fjallað um af verkefnisstjórn. Það hefur ekki verið gert í tilviki Hagavatnsvirkjunar. Það er jafn fráleitt að samþykkja að þing tæki breytingartillögur er varða Hagavatn eins og að leyfa hv. þm. Jóni Gunnarssyni að flytja breytingartillögu til 2. umr. um rammaáætlun um að ölvunarakstur skuli leyfður. Það er jafn fráleitt vegna þess að því máli, nákvæmlega eins og flokkun virkjunarkosta, er ráðstafað með öðrum hætti með lögum og það er ekki (Forseti hringir.) á færi þingmanna að gera breytingartillögur …