149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[17:50]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að játa að ég óttast alltaf stjórnmálamenn sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum og treysta ekki þjóðinni til að hafa vit á því sem henni sjálfri eða einstaklingum sé fyrir bestu.

En ég hlýði á málflutning hv. þingmanns og spyr þá í beinu framhaldi: Af hverju hafa menn þá ekki andmælt auknu aðgengi sem hefur fylgt núverandi stefnu Vínbúðanna, sem er stóraukið? Stórauknum leyfisveitingum til reksturs áfengisstaða? Og af hverju beita menn þá ekki sömu rökum þegar kemur t.d. að öðrum stórskaðlegum neysluvörum eins og sykruðum matvörum eða tóbaki sem er í fullu aðgengi í öllum smásöluverslunum landsins?