149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[18:00]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ef ég á að fara að svara því í beinni útsendingu hvort ég leggi fram frumvörp með hv. þingmanni ætla ég nú að fá að sjá frumvarpið fyrst. (JÞÓ: Styður þú þessa tillögu SÁÁ?) Ég skil íslensku, þetta er allt í lagi. Ég ætla bara ekki að svara spurningunni fyrr en ég veit um hvað málið snýst annað en það sem hv. þingmaður sagði hér í pontu.

Gott og vel. Ég held að þungamiðja alls þessa máls sé einfaldlega sú að það eru engin meðmæli nokkurs staðar frá með auknu aðgengi, ef við erum þá sammála um að þetta sé aukið aðgengi. Auðvitað getum við verið ósammála um það og menn sagt: Ja, það er ekkert verið að auka aðgengi, það er bara verið að skipta um söluaðila. En ef um er að ræða aukið aðgengi eru alls staðar, alveg sama hvar maður ber niður, menn sammála um, sem vit hafa á hlutunum og hafa rannsakað þetta, að þetta leiði til aukins vanda. Ég ætla ekki að vera hér í salnum (Forseti hringir.) og greiða atkvæði með því. Það er ósköp einfalt.