149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[18:25]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Já, þetta eru áhugaverðar, hvað á maður segja, heimspekilegar vangaveltur. Er þetta bara vandamál einstaklingsins sem drekkur? Er þetta vandamál einstaklingsins sem drekkur og fjölskyldu hans? Er þetta vandamál alls samfélagsins? Er þetta einungis heilsufarslegt eða er það aðallega félagslegt og samfélagslegt?

Þetta er umræða sem við sem samfélag og alveg örugglega ekki við sem þing höfum nokkurn tíma sett okkur niður við að taka, en það er umræða sem mér finnst a.m.k. mjög áhugaverð. Við hv. þingmaður erum sammála um að lotudrykkjan eins og hún var er ekki sérlega skemmtileg. (Forseti hringir.) Það kann að vera að einhverjum þyki það hafa haft uppeldislegt gildi fyrir einhverja að lenda í því í einhvern stuttan tíma. (Forseti hringir.) Ég held að til lengri tíma litið sé hin aðferðin kannski félagslega skemmtilegri.