152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

um fundarstjórn.

[18:12]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég tek auðvitað undir með hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni um að við verðum að sjá ríkisstjórnina gera eitthvað í þessu máli. Það er eiginlega sárara en tárum taki að í sömu vikunni og það birtast tölur um að í fyrsta skipti séu 100 milljónir manna á flótta í heiminum undan hryllilegum aðstæðum héðan og þaðan þá ætli Ísland að bregðast við með því að senda 270 einstaklinga, hugsanlega, í algjöra óvissu og líklega í mörgum tilfellum í ömurlegar aðstæður. Þetta eru einstaklingar sem hér hafa dvalið um lengri og skemmri tíma, m.a. ílengst vegna Covid, eru búnir að festa hér rætur, komnir í vinnu, hafa sótt skóla. Þetta er ömurlegt, herra forseti.