152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

hlutafélög o.fl.

585. mál
[18:40]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna. Þetta er, eins og hæstv. ráðherra sagði, mikilvægt frumvarp og kemur til móts við margt sem bent hefur verið á. En það snertir það líka að við lifum í rafrænum heimi sem er að breytast og það er mikilvægt að við tryggjum að löggjöfin sem við þurfum að vinna eftir þróist með því. Mig langar að spyrja tveggja spurninga og ætla að hafa þær stuttar. Eitt af því sem var innleitt núna fyrir nokkrum árum var það sem ráðherrann nefndi, að ef ársreikningar hafa ekki skilað sér sé hægt að krefjast afskráningar félags. Ég veit að það breyttist fyrir einhverjum árum síðan, þá var það ekki lengur ráðherrans að ákveða hvað ætti að skrá heldur er það í höndum ársreikningaskrár. Mig langar að vita hvort hæstv. ráðherra hefur einhver gögn um það hversu mörg félög hafa verið skráð eða afskráð vegna þess að þau skiluðu ekki inn ársreikningi.