149. löggjafarþing — 81. fundur,  20. mars 2019.

skráning og mat fasteigna.

212. mál
[15:38]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég stend að breytingartillögunni sem nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd en hins vegar kemur það sjónarmið fram í nefndaráliti að ekki standist að ákvarðanir um matsverð með tekjuaðferð geti leitt til skattahækkana fyrir atvinnulífið langt umfram verðlagsbreytingar eða kunni að leiða til víxlverkandi hækkana fasteignagjalds og leiguverðs. Þetta tel ég þurfa að liggja ljóst fyrir áður en frumvarpið kemur til lokaafgreiðslu og mun á vettvangi nefndarinnar fara fram á að þessir þættir, ekki síst hvort breytingin muni leiða til hækkunar leiguverðs, verði metnir milli 2. og 3. umr. Ég legg því til hér að málinu verði vísað aftur til hv. allsherjar- og menntamálanefndar.