151. löggjafarþing — 81. fundur,  20. apr. 2021.

um fundarstjórn.

[13:11]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Mér heyrist vera að koma lending á þetta sem er hreinlega að málið hljóti eðlilega afgreiðslu. Mig langar til að minnast rétt aðeins á 2. mgr. 27. gr. þingskapalaga þar sem segir, með leyfi forseta:

„Ef nefndarmaður gerir tillögu um að athugun máls sé hætt og það afgreitt frá nefndinni er formanni skylt að láta ganga atkvæði um þá tillögu á þeim fundi sem hún er borin fram. Tillagan telst því aðeins samþykkt …“ — Og svo framvegis.

Ég vona að ekki þurfi að fara að beita svona aðferðum, að gera með þessum hætti kröfu um atkvæðagreiðslu um að málum sé lokið, heldur fái þetta frekar eðlilegan framgang, að allir geti sætt sig við að þegar mál eru tilbúin til afgreiðslu þá séu þau tilbúin til afgreiðslu.