153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:29]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Bryndís Haraldsdóttir, hv. þm. Sjálfstæðisflokksins, sýndi ágætlega fram á tvískinnung stjórnarliða þegar hún lýsti þessu ákvæði. Það á að lögfesta sjálfkrafa kæru vegna þess að það er jú oftast kært í þessum málum, en þau eru ekki tilbúin til að lögfesta viðbótarfrest í málunum vegna þess að kærunefnd útlendingamála veitir hvort eð er oftast frest þegar um það er beðið. Það má sem sagt lögfesta það sem gerir hindrunarhlaup umsækjenda enn erfiðara, en það á ekki að lögfesta það sem getur gert það auðveldara og mannúðlegra. Þetta er rauður þráður í öllum breytingum í þessu frumvarpi og einkenni á öllum þeim viðbrögðum sem komu við athugasemdum umsagnaraðila. Af hverju má ekki gefa þeim viku í viðbót? (Forseti hringir.) Jú, vegna þess að þau vilja geta sparkað þeim fyrr úr landi.