153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:50]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Í því ákvæði sem hér er lagt til að verði fellt brott er verið að veita hæstv. dómsmálaráðherra ríkari heimildir til að skilgreina og útfæra lögin eftir sinni hentisemi. Það er kannski ekki síst í ljósi þeirra viðhorfa sem hafa endurspeglast í máli hæstv. dómsmálaráðherra sem situr núna sem þessi breyting hringir viðvörunarbjöllum alla vega í kollinum á mér. Ég tel ekki þörf á þessari reglugerðarheimild þar sem búið er að móta þetta ákvæði í framkvæmd. Það hefur verið gert af hálfu óháðra aðila líkt og kærunefndar útlendingamála og dómstóla. Það er ekki þörf á að setja þessa reglugerðarheimild þarna inn. Ég hvet ykkur öll til að segja já við þeirri breytingu að fella þetta brott.