153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég held að við vitum öll hvernig kaupin gerast á eyrinni þegar allt kemur til alls. Einn flokkur fær að leggja fram þetta frumvarp meðan hinn flokkurinn fær að leggja hitt frumvarpið fram. Það eru skipti á frumvörpum fram og til baka, við lærðum það í þinglokasamningum fyrir nokkru síðan þegar eitt mál festist á bak við þinglokasamninga sem hefði átt að vera samþykkt, það var ekki hægt að ná því út af því að þá hefðu allir ráðherra líka þurft að fá frumvarp út úr þinglokasamningum. Mig langar til að spyrja: Hvað fá hinir flokkarnir í kaup fyrir að setja fólk út á götuna? Ég segi já við því að fella burt þessa réttindaskerðingu.