153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:39]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Þetta er kannski ákveðið smáatriði og tæknilegt atriði í þessum lögum og þessu frumvarpi, en nauðsynlegt er að fella það brott ásamt öðrum ákvæðum sem ganga út á það að svipta fólk grunnlífsviðurværi eftir að það hefur fengið synjun um vernd. Ég segi já við því að fella þetta brott.