153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:07]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Við erum hér að leggja til ákvæði sem verður til þess að ráðherra málaflokksins komi fyrir nefndina a.m.k. einu sinni á ári til að fjalla um stöðu málaflokksins og helstu áskoranir hverju sinni. Meiri hlutinn telur ekki þörf á að ráðherra flytji skýrslu fyrir þinginu en að ráðherra eigi virkt og milliliðalaust samtal við nefndina um þennan málaflokk. Ég segi já.