153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:23]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Hér er í rauninni sömu sögu að segja. Breytingin er svohljóðandi, með leyfi forseta:

„Í stað orðanna „eða að öðru leyti ekki sýnt samstarfsvilja við meðferð, úrlausn eða framkvæmd máls“ í 2. efnismálsl. komi: eða að öðru leyti vanrækt eða ekki uppfyllt skyldur sínar við málsmeðferðina.“

Ég held að það sé enginn hér í þessum þingsal sem getur sagt með vissu nákvæmlega hver breytingin er og hvort hún muni vera til bóta eða jafnvel ekki til bóta. Við vitum það ekki af því að líkt og ég sagði rétt áðan fengum við ekki einhvern hlutlausan eða sérfróðan aðila til að skera úr um það áður en málið var afgreitt í miklu ofboði út úr allsherjar- og menntamálanefnd. Þess vegna sit ég hjá.