153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:25]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Hér erum við að setja inn breytingartillögu um að komi hingað barn sem sannarlega hefur verið fylgdarlaust barn við komuna til landsins en hefur síðan orðið 18 ára í ferlinu þá sé horft til þess við mat Útlendingastofnunar. Tillaga meiri hlutans var upphaflega að þetta væri heimild en nú hefur verið samþykkt breytingartillaga hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur um að þetta sé skylt og ég tel það vera jákvæða breytingu. Ég segi já.