153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:41]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Frú forseti. Hér virðist það vera svo að verið sé að samþykkja lög sem skerða réttindi barna, skerða réttindi flóttafólks til fjölskyldusameiningar, auka á neyð flóttafólks hér á landi og skerða mannréttindi. Þetta er sorgardagur, að við séum virkilega að skerða þessi mikilvægu réttindi sem þessi viðkvæmi hópur hefur nú þegar. Það skiptir ekki máli hvort það séu börn eða fjölskyldur. Og það að bráðaheilbrigðisþjónusta sé eitthvað til þess að státa sig af er ótrúlegt. Auðvitað hjálpum við fólki sem er í neyð, í bráðafasa. Auðvitað. Ég segi nei.