136. löggjafarþing — 81. fundur,  16. feb. 2009.

íslenskt viðskiptaumhverfi.

[15:16]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F):

Ég þakka hæstv. viðskiptaráðherra fyrir svarið. Það gaf mér skýrt til kynna að þetta fyrirkomulag hefur ekki gefist vel í viðskiptalífinu.

Ég vil minna hv. þingmenn og hæstv. ráðherra á að þetta fyrirkomulag er það fyrirkomulag sem við höfum hér í þinginu líka. Þingið á að hafa eftirlit með ráðherrum sínum sem jafnframt eru hluti af þinginu þannig að ráðherrar eiga sjálfsagt að hafa eftirlit með sjálfum sér. Í því samhengi vil ég minna á mikilvægi frumvarps okkar framsóknarmanna um stjórnlagaþing sem hefur m.a. það hlutverk að endurskoða þrískiptingu ríkisvaldsins, tryggja jafnræði, auka gagnsæi o.s.frv.