152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs.

690. mál
[17:35]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Já, þegar stórt er spurt þá er spurningin hvert svarið er. Svarið við spurningu lífsins er númerið á sætinu mínu, 42, en það þarf kannski að lesa vísindaskáldsögur til að ná þessu. Hv. þingmaður sagði: Stóra pólitíska spurningin er: Hvernig tæklum við þetta? Mig langar að spyrja hv. þingmann, því miður er bara ein mínúta til að svara þeirri flóknu spurningu: Ef hv. þingmaður væri hæstv. fjármálaráðherra, hvaða aðgerðir myndi hv. þingmaður þá fara í til þess að hjálpa unga fólkinu, hjálpa fólkinu sem missti húsnæði sitt, aðrar en að láta það taka út séreignarsparnaðinn?