153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

opinn fundur um skýrslu um Lindarhvol.

[17:25]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Á fundi í þarsíðustu viku þá óskaði ég eftir að nefndin myndi taka upp skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol og fá Sigurð Þórðarson, Skúla Eggert Þórðarson og Guðmund Björgvin Helgason á fund. Í morgun settum við fram beiðni um að það yrði opinn fundur. Við erum að fara að fjalla um skýrsluna og þeim er frjálst hvað þeir koma með. Við setjum fram spurningar og þeir verða að svara eftir því. Ég mótmæli því algjörlega að við séum að setja upp einhvern farsa af því að þetta er bara framhald af þeirri vinnu sem var sett af stað á síðasta kjörtímabili og ekkert óeðlilegt við það.