153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:47]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Breytingartillaga þessi um að b-liður 13. gr. falli brott snýst um það að fólk getur ekki farið t.d. til upprunaríkisins vegna veikinda eða andláts og má ekki sækja aftur um vernd ef það kemur til baka. Eftir að það kemur til baka til landsins vegna andláts einhverra fjölskyldumeðlima eða annars þá er það ekki velkomið lengur þótt ekkert hafi svo sem breyst, nema þau lentu í áfalli eða veikindum.