153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:11]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Hér er lagt til að fellt verði brott ákvæði í frumvarpinu sem hefur það að markmiði, líkt og nokkur fleiri ákvæði frumvarpsins, að minnka pressuna á íslensk stjórnvöld að afgreiða mál innan fresta. Það er verið að taka út orðið „fyrst“, ég ætla ekki að fara út í lögfræðilegar skýringar á þessu þar sem þetta er kannski pínulítið flókið að því leytinu til en það sem þetta snýst um í rauninni er að í hvert skipti sem einstaklingur fer í einhverjar breytingar á málsmeðferð sinni þá telst hann vera að hefja nýja málsmeðferð, nýir tímafrestir hefjast fyrir íslensk stjórnvöld. Þetta vinnur beinlínis gegn skilvirkni, þetta er beinlínis skerðing á ákvæðum sem sett voru með lögunum frá árinu 2016 sem ganga út á það að tryggja skilvirkni með því að setja stjórnvöldum tímafrest til þess að afgreiða málið. Ég segi já við því að fella þetta brott.