153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:01]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Hér er lagt til að fella brott 14. gr. frumvarpsins sem snýst um að stækka þann hóp fólks sem er hægt að svipta alþjóðlegri vernd, stækka þann hóp sem er hægt að afturkalla alþjóðlega vernd hjá þannig að inn í hópinn falli líka kvótaflóttafólk, fólkið sem stjórnvöld buðu sjálf til landsins, handvöldu úti í löndum til að koma til Íslands. Það verður hægt að afturkalla þá vernd og líka þeirra sem koma vegna fjöldaflótta, ákvæðisins sem var virkjað til að við gætum slegið verndarvæng yfir fólk frá Úkraínu. Af hverju viljum við endilega geta afturkallað vernd þessara hópa? Þetta er óskiljanlegt.