136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

umræða um frumvörp um eftirlaun.

[14:15]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég hlýt að benda á að þetta er þvert gegn því sem hæstv. forseti hefur boðað fram að þessu um það hvernig hann vilji að þingstörfin gangi fram. Hann er með þessu móti að ganga gegn eigin stefnumörkun í því hvernig hann hefur viljað haga þinghaldinu. Ég vil bara árétta að þetta er mjög vel fær möguleiki eins og fram hefur komið.