136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

stjórnarskipunarlög.

286. mál
[17:34]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Það hvernig sjálfstæðismenn hafa háttað ræðum sínum í þessu máli sýnir bara — (Gripið fram í.) þetta á við um þá alla — algert áhugaleysi þeirra á lýðræðinu og að hlusta á almenning. Mér finnst líka mjög einkennilegt hve sjálfstæðismenn virðast eiga í miklum erfiðleikum með hin nýju vinnubrögð sem verið er að reyna að innleiða á þinginu. Að það sé þannig að í staðinn fyrir að mál séu lögð fram á vegum ríkisstjórnarinnar þá geti einstakir þingmenn nú loksins farið að beita sér og lagt fram mál og — (Gripið fram í: Er það eitthvað nýtt?) já, það er eitthvað nýtt. (Gripið fram í: Nei.) Sjálfstæðismenn virðast eiga mjög erfitt með að ná utan um slík vinnubrögð. Það má minna á að þó að það sé ekki þannig að það séu ákveðnir þingmenn sem eru á málinu þá þýðir það ekki að það sé ákveðið samkomulag um það mál.