Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[22:31]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir. Lögmannafélagið og þessi lögmannsstofa hefur engra hagsmuna að gæta varðandi skipan dómsins. Þeir koma ekki með þessar ábendingar af því að þessir aðilar vilja fá að skipa dóminn. Þetta snýst ekki um það. Við vitum að þeir sem geta átt sæti í þessum dómi þurfa að uppfylla skilyrði til að geta verið embættisdómarar og það þýðir að þú þarft að hafa lokið ákveðnu lagaprófi og vera með óflekkað mannorð o.fl., þannig að þessir aðilar hafa engra hagsmuna að gæta. Þarna geta verið aðilar sem eru nú þegar dómarar. Það er laganefnd Lögmannafélagsins sem er bara að benda á þessar hættur. Ég minni á að það var tekist á um skipan Landsréttar (Forseti hringir.) á sínum tíma. Lagaskrifstofa þingsins sagði að ákveðnir hlutir sem gerðust í þingsal væru í lagi. (Forseti hringir.) Lögfræðin er þannig að það eru skiptar skoðanir, (Forseti hringir.) en GRECO flaggaði þessu sem við erum að gera.