Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[22:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur fyrir andsvarið eða öllu heldur svörin. Ef ég tek aðallega fyrir það sem ég er að tala um varðandi endurupptökudómstólinn og skipan þar, þá er ég að velta fyrir mér hvernig við ætlum að samtvinna réttarfarið við þessa tvo dómstóla af því að ég tel að Félagsdómur sé mjög afmarkaður dómstóll um tiltekin ágreiningsefni sem ekki verður skotið til annarra dómstóla nema Félagsdómur hafi hreinlega neitað að taka málið til meðferðar. Það gilda ekki alveg sömu lögmál um endurupptökudómstólinn. Mig langar að fá viðbrögð hv. þingmanns svona upp á umræðuna að gera, hvernig við sjáum þetta fyrir okkur.