141. löggjafarþing — 82. fundur,  15. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að fá efnislega umræðu um þetta mál þótt mér hafi fundist þessi ræða á margan hátt makalaus, sérstaklega þar sem hv. þingmaður segir að troða eigi breytingum á stjórnarskrá ofan í þjóðina. Við erum búin að fjalla um þetta í bráðum þrjú ár. Atkvæðagreiðsla var í október þar sem var spurt hvort fólk vildi að tillögur stjórnlagaráðsins væru notaðar til grundvallar. Þingmaðurinn virðist ekki vilja skilja hvað það þýðir en 50% þjóðarinnar tóku þátt í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu og 62% sögðu já. Ég get ekki séð að verið sé að troða neinu ofan í þjóðina.

Síðan segir hv. þingmaður að meiri hlutinn taki ekki tillit til eins eða neins og fer yfir tvær greinar. Meiri hlutinn hefur í báðum tilfellum tekið (Forseti hringir.) það upp sem lagt var til. Svona málflutningur er bara ekki boðlegur.