150. löggjafarþing — 82. fundur,  23. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[11:49]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Það er mjög margt flott í þessu, en það vantar líka inn í það. Þar hef ég mestar áhyggjur af stórum hópum eldri borgara og öryrkja sem fá útborgað 221.438 kr. á mánuði. Þessi hópur borgar 35.351 kr. sem fer að megninu til í útsvar. Ég spyr því hæstv. fjármálaráðherra: Er ekki kominn tími til að hjálpa þessum einstaklingum, t.d. að sjá til þess að þeir borgi ekki útsvarið einn daginn og ríki og sveitarfélög taki það á sig til að tryggja að þessir einstaklingar eigi fyrir nauðsynjum? Við vitum að þeir sem fá 221.000 kr. útborgaðar eiga ekki fyrir öllum útgjöldum, (Forseti hringir.) það er alveg á hreinu.