151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[15:16]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef verið mjög skýr með mína afstöðu allan tímann, að það eigi að fylgja þeirri ráðgjöf sem sóttvarnalæknir hefur teiknað upp. Sé það lendingin hér þá styð ég hana. En ég velti því fyrir mér af því að þegar maður skoðar þetta frumvarp og skoðar svo reglugerðina sem fylgir af hálfu dómsmálaráðherra, þá er þar í raun verið að tala fyrir allt öðrum hlutum en frumvarpið talar um, því að undanþágurnar eru svo margar og svo miklar að ákvæðið sjálft stendur eiginlega tómt eftir. Var það markmiðið?