152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[22:30]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur fyrir andsvarið. Það voru allir sammála um að þetta væri frábært mál nema Lögmannafélagið og einhver lögmannsstofa, ef ég man rétt. Ég hugsa með mér: Þetta eru einhverjar lögmannadeilur en ráðuneytið, ASÍ og Samtök atvinnulífsins, sem hafa, myndi ég segja, hæfa lögmenn á sínum snærum, hljóta að hafa farið í gegnum þetta. Þannig að ég segi fyrir mitt leyti að ef þetta er algjört klúður þá er það áfellisdómur yfir ráðuneytinu, yfir verkalýðshreyfingunni sem skipar í þetta og auðvitað yfir okkur. En ég spyr: Er þetta eitthvað sem lögmenn eru að pirra sig yfir eða Lögmannafélagið vegna þess að þeir vilja kannski fá öðruvísi skipan? Ég veit það ekki. Ég hef ekki lögfræðiþekkingu á þessu.