Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[22:39]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Hvernig ég sé þetta fyrir mér? Ég átta mig ekki alveg á — ég skildi það sem hv. þingmaður var að tala um, að dómar eru endanlegir í Félagsdómi en þó er hægt að skjóta ákveðnum ágreiningsefnum með kæru til Hæstaréttar. Það skiptir máli, að það eru, að mig minnir — og þess vegna var ég í tölvunni minni að reyna að fletta nákvæmlega upp dómstólalögunum, hvað segir þar um endurupptökudómstólinn. Þess vegna skiptir það máli, af því það eru tilgreind nákvæmlega þau atriði sem hægt er að kæra til Hæstaréttar. Þarna verður ákveðið flækjustig af því að Hæstiréttur tilnefnir dómara, vissulega ótímabundið en gerir það samt, án auglýsingar, þannig að það er óheppilegt að hafa það fyrirkomulag. Það eru margir sammála um það.