Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[23:09]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur andsvarið. Jú, þetta var rætt en ég er ekki með minnispunktana og nú er ég bara að reyna að fara í minnið. Eftir því sem ég man best þá var einmitt afgreitt með því að það væri verið að breyta kerfinu þannig að Hæstiréttur tilnefndi og ráðherra skipaði og það ætti að duga. Það sem kannski líka gerði það að verkum að maður trúði þessu var þessi eiginlega, hvað á maður segja, þrýstingur eða einskær sannfæring Samtaka atvinnulífsins og ASÍ um að þetta væri hið besta mál og það var þrýstingur um að þetta mál færi óbreytt svona í gegn, það væri alveg búið negla málið niður eins og það er gert hérna í frumvarpinu og það þyrfti ekkert að eiga við það að neinu leyti. Þeir lögðu áherslu á að málið þyrfti bara að komast í gegn og verða að lögum. Þá auðvitað gat maður ekki annað en bara samþykkt það og eiginlega verið sammála því að þetta væri í lagi, enda var þetta ekki eitt af þessum stóru málum í nefndinni. Það var ekki eins og núna, að við værum komin í þær umræður um að þetta væri bara ekki að virka og að við værum að gera meiri háttar mistök sem við erum svo rekin með til baka af GRECO. Því segi ég að við þurfum aldeilis að breyta vinnubrögðum og vanda okkur betur.