133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak.

13. mál
[16:26]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef minni mitt svíkur mig ekki hygg ég að þýðing hv. þingmanns sé í öllum aðalatriðum rétt. Ástæða er til þess að vekja athygli á tveimur síðustu liðunum sem lesnir voru upp, þ.e. stuðningur við uppbyggingarstörf og stuðningur við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. En yfirlýsing Davíðs Oddssonar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar er eitt og þessi listi, þessi fréttatilkynning, er annað. Það breytir því ekki að ákvörðunin sem við erum að tala um var röng eða mistök og ákvarðanaferlinu var mjög ábótavant eins og áður hefur komið fram. Það breytir ekki gildi eða gildisleysi og vægisleysi þessa lista.