151. löggjafarþing — 83. fundur,  22. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[04:04]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það væri óskandi að við gætum stutt þetta mál á þessum tímapunkti, en eins og ég fór yfir í ræðu minni áðan get ég það alla vega ekki, því miður. Mér þykir það leitt. Ég tel markmiðið nauðsynlegt.

Ég vil nefna sérstaklega að ég hyggst sitja hjá við breytingartillögur Samfylkingarinnar af þeirri einu ástæðu að ég hef ekki haft ráðrúm til að móta mér endanlega skoðun á þeim. Ég þakka þó þingflokki Samfylkingarinnar fyrir að leggja þær fram. Þá greiði ég vitaskuld atkvæði með þeim breytingartillögum sem við höfum lagt fram en mun greiða atkvæði gegn breytingartillögu Flokks fólksins.