151. löggjafarþing — 83. fundur,  22. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[04:07]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um heimildarákvæði í sóttvarnalögum, til bráðabirgða til rúmlega átta vikna, til að tryggja að sóttvarnayfirvöld hafi þau tæki í höndunum sem þarf til að halda áfram að berjast við og stemma stigu við faraldrinum. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs mun greiða atkvæði með þessu frumvarpi enda mikilvægur þáttur í því að koma okkur öllum eins heilum og lítt sködduðum í gegnum þennan faraldur og kostur er.