133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

varnir gegn landbroti.

637. mál
[14:30]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það fór sem mig grunaði, að ég fengi svipuð útúrsnúningasvör og hjá Vinstri grænum. Ég er ekki einvörðungu að tala um eignarhaldið á vatninu. Ég er tala um þá löggjöf sem hér er til umræðu, sem varðar fyrirhleðslur, stjórn á vatninu, löggjöf sem varðar stjórn á vatninu. Það er sá punktur sem ég er að tala um en eignarhaldið kemur málinu alls ekki við. Frumvarpið snýst um löggjöf um fyrirhleðslur, um stjórnun á vatni frá jökli til sjávar. Það var um það sem ég vildi fá að heyra hjá hv. þingmanni.