140. löggjafarþing — 83. fundur,  16. apr. 2012.

aðkoma ESB að dómsmáli um Icesave.

[15:01]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Hæstv. forseti. Hæstv. efnahagsráðherra og formaður Vinstri grænna hefur lýst aðkomu ESB að Icesave-málinu sem fruntalegri. Því vil ég spyrja hæstv. ráðherra þriggja spurninga:

1. Hefur hæstv. ráðherra beitt sér fyrir því í ríkisstjórn að þessari fruntalegu framkomu verði mótmælt við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins?

2. Er ekki einsýnt, í ljósi stöðu Icesave-málsins og að ESB hafi ákveðið að blanda sér í tvíhliða deilu, að gera þarf hlé á viðræðum nú þegar meðan þessi mál eru óleyst?

3. Mun ráðherra beita sér fyrir því að slík umræða eigi sér tafarlaust stað á Alþingi og vilji þingsins verði kannaður til framhaldsaðildarviðræðna?