144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

vandi Búmanna hsf.

550. mál
[17:24]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mál upp. Það er ótrúlega ósanngjarnt að það skuli vera farið í umsvifamiklar aðgerðir til stuðnings fólki sem hefur keypt íbúðarhúsnæði með tugmilljarða framlögum en síðan séu ákveðnir hópar algerlega skildir eftir. Þetta er kristaltært dæmi um að í þessum aðgerðum er fjárstuðningur við fólk sem ekkert þurfti á honum að halda, stóreignafólk, hátekjufólk, fólk sem er í engum vandræðum með húsnæðisskuldirnar sínar, en engar úrlausnir fyrir fólkið sem er í húsnæðissamvinnufélögum og varð líka fyrir því mikla áfalli sem verðbólgan í kjölfar hrunsins varð. Því miður heyri ég engin svör, engin úrræði koma frá hæstv. félagsmálaráðherra nú þegar kjörtímabilið er að verða hálfnað og maður fer að verða úrkula (Forseti hringir.) vonar fyrir hönd þessa fólks um að það verði eitthvert bjargræði frá ráðherranum …