150. löggjafarþing — 83. fundur,  26. mars 2020.

sérstakt tímabundið fjárfestingarátak.

699. mál
[13:52]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Höldum aðeins áfram með störfin og forgangsröðunina. Forgangsröðun Pírata í þessu er að verja heimili, tryggja heilbrigðisþjónustu og nýsköpun. Hérna ræðum við forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og fjölda starfa. Mig langar að spyrja dálítið um þá forgangsröðun því að það virðist eitt ákveðið atriði hafa gleymst. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram, með leyfi forseta:

„Mikilvægt er að verkefnin skapi eftirspurn eftir ólíkum tegundum starfa, jafnt kvenna sem karla og að þau dreifist um landið.“

En nú er það svo, virðulegi forseti, að tveir þriðju hlutar þessa fjárfestingarátaks, eða um 10 milljarðar, eiga að renna í byggingarframkvæmdir og vegagerð og við fyrstu sýn virðast það vera mjög karllæg verkefni. Það er erfitt að færa rök fyrir því að þessi verkefni virki atvinnuskapandi fyrir konur til jafns við karla. Ég vil spyrja ráðherra hvort það hafi verið farið eftir lögum um opinber fjármál varðandi kynjaða fjárlagagerð þegar var verið að skoða þau verkefni sem hér liggja fyrir