151. löggjafarþing — 83. fundur,  22. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar.

747. mál
[02:56]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og jú, það komu lögfræðingar fyrir nefndina. Við fengum fjölda manns fyrir nefndina í allan dag, byrjuðum á því að fá starfsfólk ráðuneytis, fengum lögfræðinga úr stjórnkerfinu. Við fengum þau þrjú sem ég nefndi áðan, sóttvarnalækni, landlækni og prófessor í smitsjúkdómum. Við fengum lögreglustjórann á Keflavíkurflugvelli, fengum Víði Reynisson hjá almannavörnum, Rauða krossinn. Við fengum fjölmarga. Svo fengum við þrjá löglærða, tvo lögspekinga, dómara, lögfræðing hjá umboðsmanni barna og fleiri. Ég er nú að gleyma einhverjum. Þannig að við fengum fjölda fólks en ekki er farið ígrundað í það í nefndaráliti að greina frá ráðleggingum þeirra og sjónarmiðum, einfaldlega af því að það var ekki tími. Við vorum að funda bara rétt áðan þannig að það greinilega gafst ekki tími til að setja það inn.