139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[16:26]
Horfa

Flm. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég tel ekki að við þurfum að hafa áhyggjur af því að trúverðugleiki þeirrar endurskoðunar sem við erum að fara í í heild laskist þó að Alþingi ákveði að stoppa ekki hér vegna úrskurðar Hæstaréttar og fara annaðhvort aftur á bak í ferlinu eða bíða í eitt ár eða svo. Ég tel að trúverðugleikinn verði að metast á ferlið í heild. Allt frá því að ákveðið var að ganga til endurskoðunar stjórnarskrárinnar og ljúka því á þessu kjörtímabili og þangað til upp verður staðið með frumvarp sem ég tel og menn hafa rætt um að yrði lagt fyrir þjóðina og í því yrði auðvitað trúverðugleikinn fyrst og fremst fólginn.