139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[18:04]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Mig langaði til að nota tækifærið fyrst það var engin spurning hjá hv. þingmanni að leggja áherslu á að alveg eins og hefur komið fram í máli mínu, og mér láðist að svara samflokksmanni hv. þingmanns, að þegar fólkið var kjörið álitu allir að það væri réttilega kjörið. Síðan kemur ágalli á framkvæmd kosningarinnar sem í engu rýrir þá staðreynd að þessir aðilar voru réttilega kjörnir þannig að lagatæknilega séð verð ég að fallast á að kosning þessa fólks var ógild en í hjarta mínu var kosning þess gild.