144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:53]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Virðulegi forseti. Mér heyrist að það séu margir þingmenn hérna inni sem kalla eftir frekari upplýsingum varðandi það frumvarp sem ræða á hérna á eftir. Mér finnst galið að fara að hefja umræðu sem ekki er byggð á mikilvægum upplýsingum sem þurfa að vera til staðar til þess að ræða það mál. Er þetta ekki tilvalið tækifæri fyrir þingforseta til þess að sýna hversu annt honum er um lýðræðið og hversu vel hlustað er á almenning í landinu og ræða mál sem brýnt er að ræða núna sem snýst um hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumálið?