151. löggjafarþing — 84. fundur,  22. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[04:23]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hrakfarir heilbrigðisráðherra í þessum efnum halda áfram. Ég hafði ekki ætlað mér að koma upp á þessum tíma og ætlaði að láta orð mín í ræðu hér fyrr duga. En ég ítreka það sem ég sagði þá: Ábyrgðin á þessu máli er og verður algerlega óskipt hjá ríkisstjórninni og ríkisstjórnarflokkunum. Hanteringin í nefndinni var einfaldlega með þeim hætti að ríkisstjórnarflokkarnir komu sér ekki einu sinni saman um það nefndarálit sem hér liggur fyrir. Það er minni hluti nefndarinnar sem er á bak við nefndarálitið. Og hér kemur hæstv. heilbrigðisráðherra og virðist ekki geta boðið upp á neitt annað en skæting hér klukkan að verða hálffimm að nóttu þegar þrautagangan hefur alfarið verið á hennar ábyrgð. Þetta flausturslega verklag sem hér er boðið upp á endurspeglast auðvitað í því að stjórnarflokkarnir koma sér ekki einu sinni saman um þetta. Þetta er algerlega fyrir neðan allar hellur.