Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 84. fundur,  2. júní 2022.

ylræktargarður.

[10:56]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svör sín. Það er tiltölulega fljótgert og einfalt að kanna þetta mál og það er auðvitað sterkara ef það getur komið úr ranni ríkisstjórnar og ráðherra. Fyrir þjóð sem býr að þessari dýrmætu grænu orku og hvaða tækifæri blasa við í aukinni framleiðslu og útflutningi á hollmeti tengdu ylrækt þá finnst mér þetta vera hugmynd sem ég skora á ráðherra að kanna gera úttekt á. Í sameiningu hljótum við að geta aflað aukinna tekna með slíku framtaki og slíkri starfsemi.