Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 84. fundur,  2. júní 2022.

ylræktargarður.

[10:57]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ég vil taka það fram að mér þykir til fyrirmyndar hvernig hv. þingmaður kemur hér fram með uppbyggilegar hugmyndir og framtíðarsýn. Mér finnst það bara gott að verið sé að vekja athygli á framfaramálum eins og þessum. Þetta eru svo sannarlega tækifæri sem við eigum að líta sérstaklega til. Ég vil hins vegar líka vekja athygli á því að það eru mjög margar hugmyndir í gangi þegar kemur að matvælaframleiðslu, líftækni og framleiðslu sem mun nýtast í baráttunni gegn loftslagsvánni, svo að einhver dæmi séu nefnd, og við eigum að skoða þær í fullri alvöru, þar með talið það sem hv. þingmaður vísaði til. Hv. þingmaður er hér að vekja athygli á mjög spennandi valkosti fyrir íslenska þjóð.