Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[14:31]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Síðari spurningin er nú allstór fyrir einnar mínútu svar. En varðandi fyrri spurningu um framlengingu á tollalausum innflutningi landbúnaðarvara frá Úkraínu, þá erum við einfaldlega að skoða það mál. Við erum að kalla eftir upplýsingum bæði frá Evrópusambandinu og Bretlandi um framlengingu og framkvæmd á því þar og hvernig það hefur gengið. Við vitum að þetta var nýtt hér á landi og hingað komu matvælin, en við erum einfaldlega að skoða þetta. Ég lagði mikla áherslu á að þetta yrði gert þegar það var gert og segi fyrir mitt leyti að mér þætti sjálfsagt að halda því áfram, sérstaklega ef önnur ríki eru að gera það með sama hætti og sömu framkvæmd.

Við höfum ekki per se farið í sjálfstætt mat á því hvort hingað ætti að koma her með fasta viðveru. Við vitum að umsvifin eru að aukast og fjöldi einstaklinga sömuleiðis. (Forseti hringir.) Hversu lengi þeir eru í hvert sinn og hvernig það mun þróast er síðan umræða sem kallar á meiri tíma en er í boði hér, en við erum auðvitað í sífelldu samstarfi og samtali við Bandaríkin.