Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[14:32]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir góða skýrslu og góða framsögu. Mig langar að prófa að spyrja hæstv. ráðherra spurningar sem ég spurði í gær en ég ætla að hafa hana aðeins einfaldari í dag. Nú er það þannig að framlag Íslands til þróunarsamvinnu er 0,35% af vergri þjóðarframleiðslu. Framfarastofnun Evrópu, OECD, hefur skilgreint markmiðið sem 0,7% og öll hin Norðurlöndin eru að ná því markmiði. Á mánudaginn kemur fáum við væntanlega að sjá fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Spurningin mín er: Getum við átt von á því, hæstv. utanríkisráðherra, að við sjáum einhverja hækkun á þessu framlagi á þessu fimm ára tímabili?